28. september 2016
Fundargerð Kappadeildar miðvikudaginn 28. september kl. 18.00-21.00
Fundur haldin á heimili Huldu Önnu Arnljótsdóttur að Beykihlíð 4.
Formaðurinn Guðrún Edda setti fund, bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu trúmennsku og hjálpsemi.
Gengið til dagskrár.
Nafnakall – Ingibjörg Guðmundsdóttir 17 félagskonur mættar.
Guðrún Edda las fundagerð síðasta fundar sem var samþykkt.
Orð til umhugsunar Ingibjörg Guðmundsdóttir- Sagði frá sjálfri sér sem stendur á tímamótum er hætt að vinna og flutt í Kópavog þar sem hún þarf ekki að hugsa um garð eins og á hinum staðnum, hún fór yfir farin veg um sjálfa sig, alin upp í sveit, fór ung að heiman og hefur lifað eftir stundatöflu síðan. En nú er hún orðin löggilt gamalmenni og engin stundatafla en mörg verkefni í gangi eigi að síður. Hún talaði um að mikilvægast væri að hafa góða heilsu og er með ýmislegt á prjónunum til að viðhalda sinni góðu heilsu. Þar nefndi hún nauðsyn hreyfingar sem hún ætlar að stunda með gönguferðum með hundinn og svo ætlar hún að synda. Ingibjörg stundar félagsstörf af fullum krafti Breiðfirðingafélagið, Delta Kappa Gamma, Bridge klúbb og ferðaklúbb svo eitthvað sé nefnt af því sem hún taldi upp. Nú er meiri tími til að rækta fjölskylduna og þar koma upp í hendur hennar ýmis verkefni eins og að aðstoða barnabörnin við heimanám og vera með þeim meira en áður. Loks sagði hún okkur frá skemmtilegum þætti á sjónvarpstöðinni Hringbraut þar sem fjallað var um eldri borgara hjá Helga Péturssyni þar var til umræðu meðal annars áfengisneysla eldri borgara, spurning hvort forvarna sé þörf.
Af frásögn Ingibjargar að dæma mun hún nú samt halda áfram með stranga stundatöflu og mun ekki slá af í virkni til félagsmála, fjölskyldunnar og sjálfsræktar.
Gert hlé, dýrindis súpa, brauð og álegg og eftirréttur í boði stjórnarinnar borið fram skemmtilegar umræður að vanda yfir máltíðinni.
Að loknu hléi fór Guðrún Edda yfir starfsáætlunina sem allar hafa nú fengið. Guðrún Edda fylgdi áætluninni úr hlaði, upplýsti okkur um það að þeir sem eru í KÍ geta sótt um styrk á Evrópuráðstefnu DKG í Tallin í Eistlandi dagana 24. 29. júní 2017. Anna Kristín sagði að fleiri félög svo sem Bandalag Háskólamanna styrkir örugglega slíkar ráðstefnur líka. Aftan á áætluninni er svo listi fyrir það sem þeir sem hafa umsjón með skipulagi funda þurfa að hafa í huga góður gátlisti.
Ósk frá Herdísi Önnu Friðfinnsdóttur í Beta deild á Akureyri um að fá inngöngu í okkar félag Guðrún Edda ræddi líka um að bjóða Gunnhildi Óskarstóttir sem var með innlegg á vorfundinn okkar í hópinn en Gunnhildur lýsti yfir áhuga í vor.
Áslaug, félagsgjöldin eru 15.000 fyrir árið, minnti á að það þarf að vera búið að greiða fyrir 15. nóvember. Áslaug ætlar að kanna hvort innheimtan geti farið fram í gegnum heimabanka, það samþykktu allar viðstaddar.
Guðrún Edda, þema vetrarins er það sama og í fyrra Verum virkar styrkjum starfið.
Nafnalistinn látin ganga ef einhverjar breytingar væru á símanúmerum og heimilisföngum.
Aftur hlé, eftirréttur og kaffiveitingar.
Guðrún Edda minnti á heimasíðuna dkgmuna.is kynnti síðasta liðinn sem var:
Verkefni sem Gunnlaug leiddi okkur í um að horfa til framtíðar út frá þemanu, hvernig við getum verið virkar og styrkt starfið. Efni kvöldsins, leiðir til að efla starfseiningu. Væntingar okkar frá haustfundi í fyrra þar sem við sögðum frá því hvers vegna við völdum þennan félagsskap. Margt skemmtilegt kom þar fram. Í framhaldi af þeirri umræðu var rætt hvernig við gætum styrkt hver aðra í starfi. Við viljum vera þar sem jákvæð hugsun, stuðningur og gleði ríkir og takast á við ögranir. Einnig gott og gaman að rifja upp frásagnir kvenna og af afrekum sbr. Gunnhildur Óskarsdóttir í vor.
Hvað er það sem fær okkur til að merkja í dagbókina og mæta á fundi?
Hvernig höldum við áhuganum vakandi?
Margt kom upp í huga okkar eins og; nærandi erindi, að nema og fræða, gleðin og félagsskapurinn eru líka nærandi, orð til umhugsunar og við ræddum líka að með veganesti úr þessum félagsskap værum við góðar fyrirmyndir úti í samfélaginu, við megum gefa spjallinu meiri tíma og gott að fá okkur aðeins í tánna. Félagsskapur, fræðsla, vit og vín. Gunnlaug talaði líka um það að við erum svo mikið á ferðinni og hvað það væri gott fyrir okkur að staldra við og hugsa hvernig við viljum hafa fundina. Nota svo hugmyndirnar sem fram hafa komið til gagns fyrir fundina.
Guðrún Edda þakkaði Gunnlaugu fyrir og færði henni rós, þakkaði Huldu Önnu fyrir að bjóða okkur á heimili sitt og færði henni rós. Hulda Anna bauð okkur að taka vínberjaklasa úr garðskálanum sínum, þar var af nógu að taka. Loks þakkaði Guðrún Edda Ingibjörgu fyrir hennar innlegg Orð til umhugsunar Stundataflan var og er.
Þá var klukkan farin að ganga tíu, fundi slitið og slökkt á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Skráð af Júlíönu Hilmisdóttir
Síðast uppfært 14. maí 2017