6. febrúar 2013

Fjórði fundur Kappadeildar starfsárið 2012 til 2013. Haldinn 6. febrúar 2013 að Ásum, heimili Sigríðar Johnsen, klukkan 18:30.

Formaður, Sigríður Johnsen setur fundinnbýður félagskonur velkomnar á heimili sittklukkan  18:30 ogkveikti á kertum  trúmennsku, hjálpsemi og vináttu. 

Nafnakall annaðist Gunnlaug Hartmannsdóttir og voru 19 félagskonur mættar. Lesin var fundargerð þriðja fundar starfsársins og hún samþykkt. Þessi fundur er árlegur bókafundur deildarinnar og þá segja nokkrar félagskonur frá bókum sem hafa hrifið þær með einum eða öðrum hætti.

Fyrst kynnti Sigríður Hulda Jónsdóttir bókina 21st Century Skills.

Bókin eru um eftirsótta færniþætti í atvinnulífinu og menntakerfinu sem eru:

  • Samskiptahæfni- að geta unnið í teymi.
  • Sköpunargáfan – tengja saman og skapa eitthvað nýtt.
  • Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni.
  • Framkvæmdasemi, traust og siðgæði.
  •  Menningarlæsi.

Fólk er nú skemur í hverju starfi en eldri kynslóðir og mikilsvert að þeir sem að menntakerfinu standa spyrji sig sífellt hvers vegna verið er að kenna það sem er kennt og hvernig það er gert. Nám er æfing í vinnubrögðum og að verða flinkur í þeim. Raunhæf verkfni á hinum ýmsu skólastigum þurfa að að auka eldmóð og ástríðu

Marsibil Ólafsdóttir sagði okkur frá bókinni Málarinn eftir Ólaf Gunnarsson.  Þegar Jóhannes Kjarval gefur drengnum Davíð málverk eftir sig á sýningu í Listamannaskálanum 1945 er framtíð hans ráðinn. Hann hlýtur að verða listmálari. Fjörtíu árum seinna er Davíð þekktur og dáður málari, verkin hans seljast grimmt, hann er vel stæður og vel giftur. En hann hefur aldrei öðlast þá viðurkenningu menningarpáfanna sem hann þráir og hryllilegt slys, sem ef til vill var Davíð að kenna, varpar dimmum skugga á fjölskyldulífið mörgum árum eftir að það átti sér stað. Marsibil segir bókin lifandi og skemmtilega. Hún sé harmræn, atburðarrásin hröð og ákvarðanir sögupersóna stjórnist gjarnan af annarlegum hvötum, svikum og prettum. Hún segir atburðarrásina trúverðuga og  bókin vel skrifuð.

Næst var voru kræsilegar veitingar í boði Lindu Hrannar, Ingibjargar og Hrannar.

Anna Sigríður Einarsdóttir sagði frá bókinni Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur og framhaldsbókinni Fyrir Lísu. Sögusviðið er Berlínaðalsöguhetjan er krabbameinslæknirinn þýski, Martin Montag. Hann dregst að franska útigangsmanninum Martin Martinetti, sjúklingi sem hann vingast við.

Fortíð Martins vindur uppá sig ,en hann fær einn daginn til sín sjúkling sem kallar fram þaggaða (en þó ekki gleymda) fortíð. Kunnuglegt göngulag sjúklingsins framkallar minningar, fortíðin bankar uppá og setur tilfinningalíf Martins úr skorðum.Sagan í heild fjallar um afleiðingar kynferðisofbeldis á sjálfsmynd. Hún fjallar um ást á milli vina. Krabbameinsæxli er tákmynd um meinsemdir samfélagsins og e.t.v meinsemdir sögupersónanna. En vinátta þeirra er ljósið í myrkrinu.

Fjórða bókin sem var kynnt fyrir okkur þetta skemmtilega og áhugaverða kvöld var bókin Digital habitats og það var Sólveig Jakobsdóttir sem sagði okkur frá þeirri bók, sem er á leslista á námskeiðum hennar í Háskóla Íslands. Bókin fjallar um það hvernig  byggja megi upp stafrænt kjörlendi til að starfrækja menntasmiðju. Hún er um það ögrandi verkefni hvernig samskipti og tengsl geti verið á netinu þannig að ná megi eins miklum gæðum í námsamfélagi eins og ef um nærveru væri að ræða. 

Það var verulega áhugavert að hlýða á frásagnir um þessar ólíku bækur og frjóar og skemmtilegar umræður spunnust í kjölfar kynninganna. Í lokin þakkaði formaður þeim konum sem sáu um veitingarnar. Einnig var þeim sem sáu um bókakynningar þakkað þeirra framlag og þær fengu rósir fyrir.

Sigríður sagði frá því að stjórnin hefði ákveðið að senda Ingibjörgu Einarsdóttur fv. forseta DKG samtakanna á Íslandi, kort með hamingjuóskum frá Kappadeildinni, en hún hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu nú um áramótin fyrir framlag sitt til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema.

Formaður sleit fundi klukkan 21:00 og slökkti á kertum trúmennsku, hjálpsemi og vináttu  og þakkaði félagskonum komuna og óskaði okkur góðrar heimferðar.

Næsti fundur er 21. mars

Erla Guðjónsdóttir, ritari

 


Síðast uppfært 14. maí 2017