Fundargerð 4. nóvember 2024
Fundur Kappadeildar 4. nóvember 2024 haldinn á veitingastaðnum „Potturinn og Pannan“ Brautarholti 22 klukkan 18:00 – 20:00
1. Fundur settur og nafnakall:
Formaður Kappadeildar Linda Helgadóttir setur fund og kveikir á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Nafnakall, 16 konur mættar af 27.
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
2. Fríða Bjarney Jónsdóttir í Gammadeild og sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir frá verkefninu MEMM sem fjallar jöfn tækifæri barna af erlendum uppruna. MEMM stendur fyrir: Menntun – Mótaka – Menning.
Fríða Bjarney sagði stuttlega frá sínum bakgrunni en hún er leikskólakennari í grunninn og segist hafa byrjað í fjölmenningu árið 2001 í sínu starfi sem leikskólakennari. Hún hefur þá sýn að á Íslandi hafi alltaf verið fjölmenningarsamfélag, við flytjum héðan og komum aftur heim, fólk flytur hingað og fer aftur. Í því samhengi ræðir hún tengsl kvenna í hópnum við útlönd og spyr hverjar hafa búið erlendis, hverjar tala erlend tungumál, hverjar eiga fjölskyldu og ættingja búsetta erlendis. Hún bendir á að á Íslandi er fjölbreyttur hópur með erlendan bakgrunn og þau börn sem hefja skólagöngu á Íslandi hafa ekki alltaf verið skóla. Auk þess bendir hún á foreldrar í hópi innflytjenda eru með minni menntun og því mikilvægt að horfa til þess að þetta hefur áhrif á það að börn búa ekki við jöfnuð.
Þegar rætt er um fjölmenningu er mikilvægt að hafa í huga ólíka hópa með ólíkar þarfir og hefur það áhrif á alla þróun úrræða fyrir þennan hóp. Það vantar rannsóknir á þessu sviði og nauðsynlegt að horfa til reynslu annarra samfélaga. Það hefur orðið mikil þróun í stoðþjónustu og almennt í skólastarfi hvað varðar verklag og viðhorf til fjölmenningar. Þegar fjallað er um menningu er nauðsynlegt fyrir okkur að breyta menningu í kerfunum okkar þ.e. við þurfum líka að skoða okkar umhverfi, eða eins og Fríða Bjarney bendir á verða fullorðin.
MEMM verkefnið er samstarfsverkefni Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Mennta- og barnamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Ráðnir hafa verið kennsluráðgjafar í fjölmenningu í bæði leik- og grunnskóla. Auk þess hafa verið ráðnir svokallaðir brúarsmiðir en þeir þekkja menningu viðkomandi lands og byggja brú yfir í íslenskt samfélag. Vert er að hafa í huga að nýútskrifaðir kennarar hafa oft ekki fengið neina eða af takmörkuðu leiti kennslu í fjölmenningu.
MEMM er tveggja ára þróunarverkefni í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir sem hafa unnið að því að byggja upp mannauð, þekkingu og aðferðir til að styðja við menntun og móttöku barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Fríða fjallaði um markmið og áherslur verkefnisins og tók sérstaklega fram á að það er margt gott gert í nokkrum sveitarfélögum og stofnunum. Hún segir jafnframt að það þurfi að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð en ekki búa til nýtt kerfi.
3. Orð til umhugsunar: Marsibil Ólafsdóttir
Marsibil fjallar um það sem hún brennur fyrir og veltir upp spurningunni „Hvað vil ég gera?“
Hún segir okkur frá því að þegar hún hætti að kenna fór hún að læra bókmenntir. Stefán maður hennar sýndi því mikinn áhuga og var mjög hvetjandi. En á þessum tíma þurfti hún einnig að takast á við mikið áfall því eiginmaður hennar féll frá mjög skyndilega. Hann hafð farið með bílinn þeirra í skoðun og á leiðinni heim lenti hann í umferðaróhappi. Lögregla og prestur voru mætt á heimilið. Fjölskyldan kom saman og kom dóttirin frá Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni. Þetta var mikið áfall sem Marsibil segist enn vera að jafna sig á en leggur jafnframt áherslu á að lífið heldur áfram. Hún þakkar fyrir heita pottinn á veröndinni, hún spilar bridge og fer í golf. Hún hefur m.a. notið þess að fara í tvær golfferðir nýlega þar sem hún var m.a. krýnd með kórónu í lok námskeiðs. Marsibil byrjaði í listfræði í haust en kvaðst fljótlega hafa séð það að það hentaði henni ekki og ákvað að hætta. Hún er í Janusar leikfimi og hópastarfi hjá séra Jónu Hrönn sem gefur henni mikið. Hún lítur bjartsýn fram áveginn og endar á því að kasta fram spurningunni „Hver veit hvað gerist?“
4. Önnur mál:
Inntaka nýrra félaga. Formaður fór yfir þær reglur sem gilda um inntöku. Í Kappadeild eru 27 konur skráðar og voru fundarkonur sammála um að fjölga upp í 30. Hægt er að senda tillögur að nýjum félögum til stjórnar fyrir næsta fund sem haldinn verður 4. desember.
Fundi slitið klukkan 20:00
Síðast uppfært 14. jan 2025