Fundur 18. ferbrúar 2025
Staðsetning: Starfsmennt, Skipholti 50.b 3. hæð
Tímasetning: Kl.18-20
Nafnakall og fundur settur.
Svanhildur Svavarsdóttir setti fund. 15 konur voru mættar auk tveggja gesta, fyrirlesarans Önnu Maríu Þorkelsdóttur og landssambandsforseta DKG Árnýju Elíasdóttur.
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt samhljóða af fundargestum
Árný forseti er að heimsækja allar deildir landsins á starfsárinu 24-25. Áður en að hún var boðin í pontu minntist Svanhildur á að það vantaði eina til tvær konur til að koma í ritnefnd Kappa deildar en áður höfðu Linda Hrönn formaður og Sólborg Alda gefið kost á sér. Sigrún Magnúsdóttir bauðst til að sitja í nefndinni með þeim. DKG samtökin á Íslandi eru 50 ára gömul á þessu ári. Í því tilefni á að rita sögu deildanna og setja saman í veglegt afmælisrit. Hver deild þarf því að skipa ritnefnd sem kemur ákveðnum upplýsingum um deildina til landsambandsins. Ritnefndin tekur til starfa í 1. mars og þarf að skila af sér í 1. apríl.
Árný Elíasdóttir steig í pontu. Hún er búið að heimsækja 10 deildir og á eftir 3. Hún sagði misjafna stemmingu vera í deildunum og sagðist hafa heyrt af því að konur í kappadeild væru hressar og skemmtilegar. Hún hældi okkur fyrir að hafa ákveðið þema eða áherslu fyrir starfið á hverju ári. Hún talaði um að það væri mælt með því að hver deild léti eitthvað gott af sér leiða á árinu í tilefni afmælisins. Hún hvatti okkur til að mæta á landsþingið í vor. Einnig hvatti hún okkur til að gefa kost á okkur til nefndarsetu fyrir landssambandið og fyrir heimssamtökin.
Anna María Þorkelsdóttir skólaráðgjafi kynnti starfsemi Ásgarðs – skóla í skýjunum.
Ásgarðsskóli er grunnskóli fyrir nemendur á unglingastigi, skólastarf í skólanum fer fram á netinu. Ásgarðsskóli er skólasamfélag sem vinnur að því með nemendum sínum og fjölskyldum þeirra að þeir verði færir um að vera virkir þegnar í nútímasamfélagi og geti lagt sitt af mörkum við að bæta heiminn.Námið er sniðið að þörfum hvers og eins en námsvísir skólans vísar veginn. Nemendur vinna í teymum eða sjálfstætt en er ekki er skipt í bekki.Nemendur gera sínar eigin námsáætlanir í samvinnu og samstarfi við kennara sína og fullorðna fólkið sitt. Viðfangsefnin stjórnast af grunnþáttum og þemum en nánari útfærslur eru í höndum nemenda.
Ásgarðsskóli hóf fyrsta formlega starfsár sitt haustið 2021 í upphafi voru tveir nemendur við skólann en aundir vorið 22 voru fimmtán nemndur við skólann. Starfsárin eftir það hefur skólinn verið að jafnaði fullsetinn með 50 nemendur. Ekki útsrifast þáu allir með grunnskólapróf ú rskólanum.Flestir nemendur eru með sérþarfir bæði bráðgerir nemendur og nemendur sem eiga við náms- og félagslega örðugleika að stríða. Skólinn fer fram á netinu. Engin skólagjöld eru tekin af nemendum en sveitarfélögin borga framlag með hverjum og einum. Góður rómur var gerður að fyrirlestri Önnu og þótti konum athygliverð nálgun á skólastarfið hjá Ásgarðsskóla og gott að nemendur hefðu aðgengi að svona úrræði þegar þeir þrífast ekki innan venjulaga skólakerfisins.
Næring. Snæddar vour pítur og spjallað og spögulerað í pásunni.
Eftir matarhlé var komið að orði til umhugsunar. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir sagði okkur frá uppvexti sínum í Dölunum, Auði djúpúðgu, hennar lífi, hennar ættmennum og þrælum. Hún sagði okkur Laxdælasögu í stuttu máli og minntist á staði sem við förum að skoða í ferðinni okkar í lok apríl. Einnig sagði hún okkur að það yrði til umhugsunar í Dölunum hvað Guðrún hefði meint þegar hún mælti, þeim var ég verst er ég unni mest. Hún mælti með að við læsum skólaútgáfuna af Laxdælu með skýringum. Að lokum sagði hún okkur í hvaða ættlið hún er skyld þessum sterku konum sem fram koma í Laxdælu, Auði, Guðrúnu og Melkorku Mýrkjartansdóttur sem er uppáhalds persónan hennar.
Fundi lauk kl. 20:00
Fundargerð ritaði Sólborg Alda.
Síðast uppfært 06. maí 2025