Fundur 30. september 2025

Fyrsti fundur starfsársins, haldinn að Fléttuvöllum 9 í Hafnarfirði

Skipulag í höndum stjórnar.

Mæting
12 konur mættu eða 44% félagsmanna
Framkvæmdaráðsfundur

Ráðstefna í Brighton, tvær úr okkar hópi fóru. Mikil reynsla og þekking á ráðstefnunni, Linda hvatti konur til að fjölmenna á næstu ráðstefnu í Evrópu, en hún verður í Noregi árið 2027. Linda sagði frá Five chairs eftir Louis Evans sem menntanefnd DKG stefnir á að fá til Íslands en hún var með fyrirlestur í Brighton.
Til að fjölga í deildinni þá þarf að horfa til yngri kvenna og einnig við hvað þær starfa. Er einhver starfsvettvangur sem okkur vantar, fá meiri breidd inn í hópinn. Konur eru beðnar um að leggja höfuðið í bleyti og hugsa um nýjar konur í deildina og senda tillögur til stjórnar.
Sameiginlegt verkefni með Gamma í tilefni afmælis DKG

Viðburður til styrktar Menntasjóði mæðrastyrksnefndar Gamma deildin sér fyrir sér að halda viðburð í nóvember, annaðhvort 19. eða í vikunni þar á eftir. Samkoman yrði haldin í lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu (ein þeirra sem er í forsvari fyrir Gamma hefur ítök þar). Sá salur tekur um 100 manns. Hugmyndin var að fá formann Menntasjóðsins til að halda smá erindi um sjóðinn, fá síðan eina öfluga unga konu sem hefur hlotið styrk til að segja frá sinni reynslu af því hvað styrkurinn gerði fyrir hana. Í bland yrðu svo einhver tónlistar atriði, happdrætti og boðið upp á kaffi. Báðar deildir myndu hjálpast að með nánara skipulag; einhverjir redda vinningum fyrir happdrættið, einhverjar taka að sér að koma með veitingar með kaffinu, einhverjar hafa e.t.v. tengingar og geta fengið fólk með tónlistaratriði og svo þyrftu auðvitað allar að mæta og bjóða einum til tveimur með sér. Þetta er fjáröflun svo við þyrftum að láta alla greiða aðgangseyri, inni í honum væri kaffi en happdrættið yrði selt aukalega. Gammadeild hefur þegar skipað konur í sína nefnd en okkur vantar einhverjar 2-3 áhugasamar konur sem myndu vilja leggja þeim lið við að halda utan um skipulag viðburðarins. Samþykkt var að taka þátt en þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í nefnd hafi samband við Lindu.

Breytingar á skráningu í félagatal – samþykkt á fundi framkvæmdaráðs
Tillaga lögð fram um að félagskonur settu inn menntun, (hámark þrjár gráður) sem einkennt hefur starfsferilinn mest. Ástæðan er að oft er verið að leita eftir fólki í nefndir og þá er auðveldara að finna réttu konuna. Konur senda upplýsingar sem eiga að fara í félagatal á Sólborgu.

Annað

Herdís sagði frá reikningum deildarinnar. Láta þarf Sólborgu vita ef breytingar hafa orðið á persónu upplýsingum Farið yfir fundardagskrá vetrarins og hún samþykkt. Enn er þó hægt að fá einhvern til að skipta við sig um nefnd ef tímasetning gengur ekki upp. Orð til umhugsunar Hvaðan er ég að koma – hvert er ég að fara. Hver og ein sagði frá hvaðan hún væri að koma og hvert stefndi.

Fundi slitið kl. 21:00.

Fundarritari Svanhildur.

 


Síðast uppfært 05. nóv 2025