Fundargerð 4. apríl 2022.
6. fundur Kappadeildar 2022, haldinn 4. apríl kl. 18-20 hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt.
Boðaði var til sjötta fundar vetrarins, fundur sem vera átti sameiginlegur með Lambda deild var felldur niður vegna veikinda.
Hulda Anna formaður bauð fundarkonur velkomnar, hún kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og og setti fund.
Anna Sigríður Einarsdóttir, Sólborg Alda Pétursdóttir og Soffía Vagnsdóttir sáu um skipulagningu fundarins.
Nafnakall var tekið, 17 konur í deildinni mættar auk þriggja gesta sem hefur verið boðið að ganga í deildina. Þær eru Björg Birgisdóttir LHÍ; Hrafnhildur Tómasdóttir, hjá VMST og Svanhildur Svavarsdóttir Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ. Alexandra Viðar í Kvennó og Eyrún Valsdóttir hjá ASÍ boðuðu forföll.
Fundargerð frá síðasta fundi var lesin og hún samþykkt án athugasemda.
Hulda Anna sagði frá vefsíðu DKG og að hún hefði meðferðis kynningarbækling sem hún myndi afhenda gestum í lok fundar.
Kynning á samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Starfsmenntar
Lilja Rós Óskarsdóttir hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynnti raunfærnimat á sérhæfðum þjónustufulltrúa hjá opinberum stofnunum.
Lilja sagði frá verkfærum FA, hæfnigreiningum með fókus á störf sem formleg menntun ekki er til fyrir. Hæfnigreiningar eru grunnur að raunfærnimati og gerð námsskráa. Ráðgjöfin er fjórða mikilvæga verkfærið, ekki hvað síst í raunfærnimatsferlinu. Auk hæfnigreininga starfa þá hefur almenn starfshæfni verið greind – þ.e. hvaða hæfni þarf að búa yfir til þess að geta verið virk/ur á vinnumarkaði. Og FA hefur þróað mat á raunfærni á móti þessum hæfniþáttum. Það virkar einkar vel við sjálfseflingu, veitir fólki tækifæri til þess að færa eigin færni í orð. FA sér um þjálfun matsaðila og starfsþjálfa.
Raunfærnimat gengur út á að meta hæfni einstaklinga ýmist á móti námsskrám eða viðmiðum starfs. Þar með verður hæfni gerð sýnleg og staðfest, fyrir fyrirtækið verður fræðsla markvissari. Raunfærnimat eykur hreyfanleika á vinnumarkaði, starfsánægju og stolt. Í ferlinu felst kynning, miðlun upplýsinga, sjálfsmat, mat, starfsþjálfun og viðurkenning.
Þremur stofnunum var boðin þátttaka í tilraunaverkefninu. Fyrst var starfið greint, þá tók við samstarf við fólk sem sinnti störfunum. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru það háskólamenntaðir einstaklingar en því er ekki þannig farið út á landi. Sólborg og Lilja heimsóttu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðarkróki og útibú VMST á Skagaströnd.
Eftir matið kom í ljós hvaða þekkingu skorti – t.d. vantaði eina aðferðir við að reikna út lán og aðra skorti starfstengda ensku. Starfsmennt sá um að setja upp námskeið til þess að mæta þeim þörfum. Þjálfunin endaði með námskeiði um þjónustu og hvernig á að mæta erfiðum viðskiptavinum hjá Sigríði Huldu.
Hjá VMST var verkefnið afleiðing af 4. Iðnbyltingunni, innleiða átti tölvukerfi sem leysti fulltrúa I af hólmi. Þeir sem ekki fóru í raunfærnimatið og fengu uppfærslu misstu starfið. En á móti fengu þeir sem fóru í gegn um ferlið uppfærslu í fulltrúa III og launahækkun. Útskrift með fagbréfi. Verkefnið er dæmi um uppfærslu til þess að geta tekist á við ný störf.
Orð til umhugsunar
Sigríður Hulda Jónsdóttir flutti þau. Kvað yndislegt að hittast, og sérstaklega nýjar konur. Hún talaði út frá nokkrum hugtökum: Hugrekki, orka, sátt og verðmæti. Sigríður skipar þriðja sæti lista sjálfstæðisflokksins í Garðabæ kosningunum 2022.
2014 tók Sigríður fyrst sæti sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Hún ólst upp í fjölskyldu þar sem pólitík var ekki beint rædd heldur var fyrst og fremst var rætt um hvað þyrfti að gera. Í ár var ákveðið að halda prófkjör. Sigríður Hulda hafði ákveðið að taka ákvarðanir þetta árið út frá hugrekki, og bauð sig fram í fyrsta sæti en ákvað að taka niðurstöðunni. Tíminn var skemmtilegur – hún náði aftur orkunni sinni – hafði orðið fyrir áfalli miklum breytingum á fjölskylduhögum fyrir nokkrum árum.
Verðmæti sem hún fékk út úr þessu var að hún var sátt – hún ætlar, þann tíma sem hún á eftir í starfi, að vinna að því sem hún hefur einlægan áhuga á og gaman af. Hún fæst við mörg viðfangsefni sem veita henni ánægju. Ætlar að gera allt sem hana langar til – ekki að vera á hjúkrunarheimilinu og hugsa: Ég hefði átt að . . . Hefur t.d. ákveðið að fara alltaf í eina geggjaða gönguferð erlendis á ári.
Hulda formaður þakkaði Sigríði Huldu fyrir og færði henni rós. Þakkaði Sólborgu fyrir framlag hennar við skipulagningu fundarins.
Önnur mál,
Tökum vonandi inn nýjar konur á vorfundinum 19. maí, stjórnin mun skipuleggja hann. Nú er uppstillingarnefnd að störfum.
7. maí verður vorfundur á Grand hótel Reykjavík, þar flytur Sólveig Jakobs okkar kona m.a. erindi.
Hulda Anna slökkti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og sleit fundi.
Síðast uppfært 24. maí 2022