20. janúar 2025
Fyrsti fundur ársins 2025 var haldinn 20. janúar á heimili Marsibil Ólafsdóttur að Markarflöt 41 í Garðabæ.
Mættar voru tuttugu og ein kona.
1. Formaður, Linda Hrönn, setti fund og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Umsjón með dagskrá höfðu Marsibil Ólafsdóttir, Erla Gunnarsdóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.
2. Marsibil bauð konur velkomnar á heimili sitt og sagði frá sögu hússins og fjölskyldu sinnar sem þar hefur búið frá upphafi. Eins og hefð er hjá Kappadeild er janúarfundur bókafundur.
Hún kynnti dagskrá fundarins sem er kynning á þremur nýútkomnum bókum.
Marsibil reið sjálf á vaðið og fjallaði um bók Hallgríms Helgasonar: Sextíu kíló af sunnudögum, og las upp valin brot úr sögunni. Þetta er þriðja og síðasta bókin um lífið í Segulfirði og hér berst leikurinn vestur um haf til Ameríku þegar söguhetjan Gestur Eilífsson ferðast þangað til að hitta föður sinn.
Sigríður Johnsen kynnti bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur: Í skugga trjánna og las kafla úr bókinni. Sagan er skáldævisaga, byggir á ævi höfundur og fjallar um tvö hjónabönd sem bæði biðu skipbrots. Frásögnin er einlæg og afhjúpandi og höfundur hlífir hvorki sjálfri sér né öðrum.
Að þessu loknu var gert hlé á fundi og matur borinn fram og drykkir í boði gestgjafa.
Því næst var haldið áfram með bókaumfjöllun og við tók Valgerður Magnúsdóttir sem sagði frá bók Jóns Kalmanns Stefánssonar: Himintungl yfir heimsins ystu brún. Hún kynnti helstu persónur sögunnar og sögusviðið sem er sveitin Brúnasandur á Vestfjörðum á 17. öld og las upp kafla úr bókinni.
Valgerður sagði einnig frá sögu sem hún er að skrifa um langalangömmu sína og alnöfnu sem uppi var á 19. öld. Hún skýrði frá glímunni við formið og hvernig skrifin hefðu byrjað sem þjóðfræðirannsókn en síðan þróast sem skáldsaga. Hún hefur nú sent handrit til útgefanda og er að bíða eftir viðbrögðum þaðan.
3. Linda Hrönn þakkaði þeim Marsibil, Sigríði og Valgerði fyrir og afhenti þeim rós í þakklætisskyni.
Linda minnti á ferð í Dalina sem er fyrirhuguð dagana 23. – 24. apríl og verða frekari upplýsingar sendar út á næstunni.
Einnig var minnt á vorþingið sem veður haldið í Reykjavík dagana 10-11. maí.
Næsti fundur verður 18. febrúar.
Fundi slitið.
Síðast uppfært 20. feb 2025