28. september 2011
Fyrsti fundur starfsárs Kappadeildar DKG á Íslandi 28. september 2011 haldinn á veitingastaðnum Nauthól klukkan 19:00.
Formaður deildarinnar, Sigríður Hulda Jónsdóttir, setur fundinn og kveikir á kertum okkar sem tákna vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Formaður býður alla velkomna á fyrst fund starfsársins, sérstaklega nýjar félagskonur og konur úr forystusveit DKG; Sigríði Rögnu Sigurðardóttur forseta landssambands DKG, Elínborgu Sigurðardóttur, formann útbreiðslunefndar, Ingibjörgu Jónasdóttur, frávarandi forseta og Ingibjörgu Einarsdóttur sem vann að stofnun Kappadeildar í forsetatíði sinni árið 2007, velkomnar til fundarins.
Hertu Jónsdóttur var einnig boðið til fundarins en hún var fjarstödd vegna andláts eiginmanns síns. Var henni vottuð samúð okkar allra.
Formaður ræddi einkunnarorð vetrarins eru: Látum verkin tala, látum verkin lifa – frumkvöðlar.
Nafnakall annaðist Sigríður Johnsen og voru 21 félagskona mætt.
Sigríður Johnsen las fundargerð 6. fundar síðasta starfsárs, en hann var 27. maí. sl.
Borin fram súpa og snittur.
Inntaka nýrra félaga í Kappadeild.
Sigríður Hulda Sigurðardóttir formaður, Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Ingibjörg Einarsdóttir sáu um inntöku nýrra félaga, en þær eru:
Hildur Elín Vignir, Hólmfríður Margrét Konráðsdóttir, Hulda Anna Arnljótsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigrún Kristín Magnúsdóttir.
Anna Guðrún Hugadóttir og Sólveg Jakobsdóttir eru einnig nýjar félagskonur en þær komust ekki til þessa fundar og verða teknar formlega inn á næsta fundi þann 24. október.
Sigríður Johnsen sagði frá framkvæmdaráðsþingi DKG sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu þann 3. september sl.
Aðalfyrirlesari kvöldsins var Brynja Þorgeirsdóttir, fréttakona í Kastljósi Ríkisútvarpsins. Hún flutti okkur fjörlegan fyrirlestur um konur í fjölmiðlum og konur sem frumkvöðlar í fjölmiðlum. Rakti feril sinn frá því að hún hóf vinnu við fréttastofu Skjás eins og sýndi okkur inn í heim þeirra frumkvöðla og ruddu braut nýrrar fréttastofu í samkeppni við hinar sem fyrir voru. Hún fór einnig inn á umræðu um hlut kvenna í fjölmiðlum bæði sem fréttamenn og þær sem fengnar eru til viðtala og álitsgjafar og umfjöllun í samfélaginu sem er því tengt. Umræður og fyrirspurnir voru í kjölfarið – áhugaverðar og fjörugar.
Gjaldkeri, Erla Gunnarsdóttir, minnti á félagsgjöldin og skýrði frá því hvernig þeim er varið.
Orð til umhugsunar voru í höndum Ingibjargar Jónasdóttur, fráfarandi forseta landssambandsins. Ingibjörg sagði okkur frá reynslu sinni af starfi fyrir DKG samtökin og í Gammadeild þar sem margar frumkvöðlakonur eru sem brutust til mennta á fyrri hluta síðustu aldar. Hún ræddi mikilvægi þessa tengslanets sem við tilheyrum sem teygir sig um heiminn, gefur okkur tækifæri til að kynnast fræðslu og menningu víðsvegar og nefndi dæmi um eigin reynslu. Hún sagði okkur frá alþjóðaþingi DKG í Baden Baden í ágúst 2011. Ingibjörg hvetur okkur til að kynna okkur starf alþjóðanefnda sem eru mjög margar.
Að síðustu tók Sigríður Ragna Sigurðardóttir, forseti til máls og fór nokkrum orðum yfir starfssvið forseta. Hún hvetur okkur til að mæta á fundi annarra deilda sem og alþjóðaþingið sem verður í New York 24. til 28. júní 2012.
Formaður þakkaði öllum góðan fund, slökkti á kertum og sleit fundi klukkan 22:00.
Erla Guðjónsdóttir.
Síðast uppfært 14. maí 2017