Annar fundur starfsársins

 

Annar fundur starfsársins 2017 – 2018 verður að þessu sinni haldinn mánudaginn 30. október 2017 og hefst kl. 18:00.

Staður: Við hefjum fundinn í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 R. ( https://www.hi.is/verold_hus_vigdisar) en fundarstörfum verður fram haldið á veitingastaðnum Satt á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir – fyrir þá sem kannast betur við það), Nauthólsvegi 52, 101 R. (https://ja.is/natura/).
Tími: Kl. 18:00 – 20:00

Dagskrá:
Erindi: Ólöf Ingólfsdóttir tekur á móti okkur í Veröld – húsi Vigdísar og leiðir okkur um húsið. Leiðsögnin kostar kr. 700.- og greiðir hver fyrir sig.

Veitingar/Sameiginlegur kvöldverður á veitingastaðnum Satt á Icelandair Hótel Reykjavík Natura:
Fiskur dagsins kr. 2.690.-
Kjúklingur kr. 2.990.-

Fundur settur, nafnakall

Orð til umhugsunar:
Sólborg Alda Pétursdóttir

Fundargerðir tveggja síðustu funda lesnar upp og bornar upp

Vinsamlega staðfestið þátttöku og óskir um val á milli fisks eða kjúklings í síðasta lagi miðvikudaginn 25. okt. nk. á netfangið inggu1909@gmail.com