Bókafundurinn

Bókafundur Kappadeildar var haldinn á heimili Önnu Guðrúnar Hugadóttur í Garðabænum. Sumar konur áttu erfitt með að rata og sagan segir að einhverjar hafi verið komnar yfir í Kópavog í leit að réttu húsi. Á fundinum voru teknar fyrir fjórar bækur. Ingibjörg Kristleifsdóttir fjallaði um bækurnar Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur og Eitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman. Marsíbil Ólafsdóttir tók því næst við og fjallaði um bókina Kona með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur. Að lokum kynnti Ingibjörg Guðmundsdóttir fyrir okkur Breiðfirðingabók og las upp bráðfyndna frásögn eftir lærimeistara Jóns Kalmans úr Dölunum. Veitingar voru að venju góðar þó svo að ein úr veitingahópnum hefði gleymt að mæta á fundinn með kræsingarnar sínar. Nóg var til handa öllum og konur fóru glaðar og saddar heim. Búið er að setja inn myndir frá fundinum.