Fundur þriðjudaginn 14. febrúar

Næsti fundur í Kappadeildinni verður haldinn þriðjudaginn 14. feb. nk. í húsnæði Starfsmenntar að Skipholti 50b í Reykjavík, 3 hæð.

Fundurinn hefst kl. 18:00 og stendur til kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Fundur settur, nafnakall og fundagerðir lesnar (tvær fundargerðir)
  2. Orð til umhugsunar; Anna Sigríður Einarsóttir
  3. Markþjálfun – draumakort; Herdís Anna Friðfinnsdóttir
  4. Kvöldverður. Boðið verður upp á mat frá Eþíopska staðnum Tení. Tvö systkini frá Eþíópíu koma með matinn sem þau hafa eldað fyrir okkur og ætla að segja okkur aðeins frá réttunum sem þau koma með. Stjórnin hefur ákveðið að greiða niður matinn þannig að kostnaður er kr. 2.000 á mann sem óskast greitt á staðnum í reiðufé (enginn posi á staðnum). Einnig verður boðið upp á léttvín með matnum þannig að þeir sem vilja nýta sér það hafa það í huga varðandi það að komast heim aftur.
  5. Fréttir frá stjórninni